Janúarfundur stjórnar Námsgagnastofnunar

 

Mánudaginn 13. desember kom námsgagnastjórn saman til fundar að Laugavegi 166. Guðmundur B. Kristmundsson setti fund kl. 14:07. Viðstaddir voru stjórnarmennirnir Ásgeir Beinteinsson, Bragi Halldórsson, Erla Kristjánsdóttir, Kristín Jónsdóttir, María K. Gylfadóttir og Sesselja G. Sigurðardóttir. Sigurrós Þorgrímsdóttir hafði boðað forföll. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn Tryggvi Jakobsson, Hannes Gíslason, Hafdís Finnbogadóttir og Bogi Indriðason sem ritaði fundargerðina. Fundargerð síðasta fundar var undirrituð í upphafi fundar.

Dagskrá:

Fjárhagsáætlun lögð fram og samþykkt

Útgáfu- og endurprentanaáætlanir

Lagðar fram og samþykktar. Áætlaður kostnaður við áætlanirnar er nærri 10% umfram fjárveitingar og verða áætlanirnar endurskoðaðar um mitt ár.

Tillaga að almennum kvóta og sérkvóta
Lögð fram og samþykkt. Hækkun er 3,1% miðað við yfirstandandi ár.

Húsnæðismál Námsgagnastofnunar

Starfsmenn gerðu grein fyrir athugasemdum Vinnueftirlits, í bréfi frá 19. október sl., við ástand og aðstöðu í Brautarholti 6. Vinnueftirlitinu hefur verið gerð grein fyrir skipan starfshóps sem skila ber tillögum fyrir 1. febrúar nk.

Heimsókn ráðgjafa menntamálaráðherra
Tryggvi sagði frá heimsókn Þorbjargar Vigfúsdóttur hinn 7. desember sl. Fram kom m.a. í máli Þorbjargar að hjá ráðuneyti lægju um 100 erindi varðandi útgáfu og eða dreifingu námsefnis fyrir grunnskóla. Í umræðum um heimsókn Þorbjargar var ákveðið að halda sérstakan fund um horfur í framtíð stofnunarinnar.

Önnur mál

6.1. Nord Spes. Sagt frá ósk menntamálaráðuneytis um skipan fulltrúa í samstarfsverkefnið. Sylvía Guðmundsdóttir hefur sinnt þessu verkefni hingað til og samþykkt var að hún sinnti því áfram. Verkefninu fylgir 600 þús. króna fjárveiting.

6.2. María K. Gylfadóttir lagði fram tillögu um að stofnunin myndi leita til Sókrates-áætlunarinnar með það í huga að fulltrúi þaðan kynnti starfsmönnum Námsgagnastofnunar möguleika á samstarfi. Samþykkt.

6.3. Guðmundur lagði fram svar við fyrirspurn Maríu K. Gylfadóttur varðandi greiðslur til stjórnarmanna sem ekki eru skipaðir af ráðuneyti.

Fleiri mál voru ekki rædd og fundi slitið kl 15:50. Næsti fundur verður haldinn 24. janúar nk.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *