SEPTEMBER FUNDUR STJÓRNAR NÁMSGAGNASTOFNUNAR

Mánudaginn 6. september kom námsgagnastjórn saman til fundar að Laugavegi 166. Fundur var settur kl. 14:00. Viðstaddir voru Bragi Halldórsson, Ásgeir Beinteinsson, Anna María Proppé áheyrnarfulltrúi Heimilis og skóla í fjarveru Maríu K. Gylfadóttur, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Sesselja G. Sigurðardóttir, Kristín Jónsdóttir, Erla Kristjánsdóttir og Guðmundur B. Kristmundsson formaður sem stýrði fundi. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn Ingibjörg Ásgeirs dóttir, Tryggvi Jakobsson, Hannes Gíslason, Eiríkur Grímsson og Bogi Indriðason sem ritaði fundargerð. Lestu meira um Háskóli Íslands.

Dagskrá:

1. Ný þjónusta á vef
Ingibjörg kynnti Jón Guðmundsson sem ráðinn hefur verið í hálft starf til umsjónar með vefútgáfu stofnunarinnar. Jón sagði frá því helsta sem í vændum er og vék síðan af fundi.

2. Orlof og ráðningar
Ingibjörg sagði frá væntanlegu ársleyfi sem henni hefur verið veitt, í 12 mánuði frá 15. þessa mánaðar. Tryggvi Jakobsson gegnir starfi hennar og Hafdís Finnbogadóttir sinnir starfi Tryggva ásamt ritstjórn stærðfræðinnar. Ráðið verður tímabundið til að sjá um ritstjórn náttúrufræðiefnis. Samþykkt samhljóða.

3. Haustþing
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir kynningarstjóri kom á fundinn og sagði frá því helsta sem gert hefur verið á haustdögum, auk helstu verkefna á næstunni, og vék síðan af fundi.

4. Staða verka á áætlun
Áætlanir voru töluvert yfir fjárveitingum í byrjun árs en vegna frestunar og seinkunar ýmissa verka stefnir í jafnvægi um áramót.

5. Nýtt vefumsjónarkerfi
Sagt var frá tilboði sem borist hefur í nýtt kerfi frá Hugsmiðjunni ehf. Samþykkt samhljóða að taka tilboðinu.

6. Stefnumótun og drög að framkvæmdaáætlun
Ingibjörg kynnti drög að nýrri framkvæmdaáætlun sem unnin hefur verið í framhaldi af stefnumótun , sjá 371. fund.

7. Stytting náms til stúdentsprófs og greinargerð
Tryggvi sagði frá viðbrögðum stofnunarinnar við erindi ráðuneytisins vegna hugmynda um styttingu náms til stúdentsprófs. Nokkrar umræður urðu meðal fundarmanna um málefnið, m.a. töldu stjórnarmenn geta skapast hættu á að eyða yrði í námi nemenda á mótum grunn- og framhaldsskóla vegna þess hve hratt er farið í sakirnar í framkvæmdaáætluninni. Ekkert má út af bregða til að námsefni geti orðið tilbúið í tæka tíð, bæði í grunnskóla og framhaldsskóla.

8. Ferðir og fundir
Sagt var frá viðburðum haustsins, m.a. bókasýningu í Frankfurt og aðalfundi ICEM í Vín.

9. Samkeppnisstofnun og bréf ráðuneytis
Lagt var fram bréf menntamálaráðuneytis, dags. 25. ágúst sl., þar sem vísað er til erindis Samkeppnisstofnunar frá 9. júní sl. Ráðuneytið telur að kvörtun Árna Árnasonar og bókaútgáfunnar Æskunnar til Samkeppnisstofnunar eigi ekki við rök að styðjast, sjá 371. fund.

10. Samhæft árangursmat
Ingibjörg lagði til að yfirmenn sæktu námskeið sem haldið yrði í húsnæði stofnunarinnar. Samþykkt samhljóða.

Önnur mál voru ekki tekin fyrir og fundi slitið kl. 16:05. Næsti fundur verður væntanlega í októberbyrjun.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *