Skrifað í skrefum er handbók um kennslu ritunar eftir Sigríði Heiðu Bragadóttur, Auði Ögmundsdóttur og Helga Grímsson. Þau byggja á kenningum fræðimanna um ferlisritun og byggja á eigin reynslu af öllum stigum grunnskólakennslu. Í bókinni er ferlisritun skilgreind, fjallað um hlutverk og mótunaráhrif kennarans, samþættinguritunar við aðrar námsgreinar, ábyrgð nemenda, notkun gátlista og gefin fjölmörg dæmi um skipulag og útfærslu. Sérstakur kafli er um námsmat.
Á þessum vefsíðum er ítarefni fyrir kennara sem nota bókina Skrifað í skrefum. Hér má finna fjölbreytilegar æfingar, verkefni og hugmyndir að ritunarverkefnum.
Það eru höfundar bókarinnar sem hafa sett þetta ítarefni saman.