Vefur Námsgagnastofnunar gegnir þríþættu hlutverki. Í fyrsta lagi er honum ætlað að veita upplýsingar um það sem er á döfinni hverju sinni hjá stofnuninni og um nýjar útgáfur. Þá er á vefnum hentugur aðgangur að gagnagrunni sem hefur að geyma upplýsingar um allt útgáfuefni stofnunarinnar, ásamt pöntunarkerfi og í þriðja lagi er vefurinn vettvangur ört vaxandi vefútgáfu Námsgagnastofnunar.
Vakin er athygli á að allt það efni sem gefið er út undir hnappnum Vefefni er bundið höfundarrétti og á það við um texta og myndir. Um það gilda því almennir skilmálar um heimild útgefanda til afritunar. Heimilt er þó að afrita og fjölfalda efni sem sérstaklega er ætlað til þess, til afnota fyrir nemendur og kennara vegna vinnu þeirra í skólum.
Öll notkun vefefnisins er endurgjaldslaus.