Michelangelo Buonarroti

Michelangelo Buonarroti er einn mesti meistari endurreisnarinnar. Michelangelo var ítalskur og upp á árunum 1475-1564. Meginþemað í verkum hans er maðurinn og mannslíkaminn. .

Hann einbeitti sér mjög mikið að því að teikna og mála hlutföll mannslíkamans rétt og frá öllum sjónarhornum. Það var ástæða þess að hann tók sér fyrir hendur að læra líffærafræði. Michelangelo eyddi einnig drjúgum tíma í að rannsaka fornklassískar höggmyndir og teikna naktar fyrirsætur. Hann gerði þetta þar til hann fann að hann gat þetta vandræðalaust.

Eitt af frægustu verkum Michelangelos er hin stórfenglega loftmynd hans í Sixtínsku kapellunni í Vatíkanínu í Róm. Michelangelo var fjögur ár að ljúka verkinu og megnið af tímanum lá hann á bakinu á vinnupöllum uppi undir loftinu og málaði upp fyrir sig! Efni loftmyndar-innar er sótt í sköpunarsöguna og ævi Krists. Þekktasti hluti verksins er sá sem fjallar er um þann kafla sköpunar-sögunnar þegar Guð skapar Adam.

En Michelangelo leit sjálfur á sig sem myndhöggvara og hefur höggvið stórfenglegar höggmyndir í marmara. Meðal þeirra frægustu er Davíð og Pieta. Verk Michelangelos eru risastór og fólkið yfirnáttúrulega fallegt.

Það þýðir þó alls ekki að allt fólk á þessum tíma hafi verið fallegt. Listamenn móta oft portrett sín eftir því hvernig þeir telja að fegurðarímyndin sé á hverjum tíma. Þannig einblína listamennirnir ekki alltaf á það hvort portrett eða höggmynd líkist fyrirmyndinni eða ekki. Það mikilvægasta var að verkið fengi það yfirbragð og þá líkamsburði sem að var stefnt.