Leonardo da Vinci 1452-1519

Leonardo da Vinci er talinn einn af mestu listamönnum sögunnar. Hann fæddist í smábænum Vinci á Ítalíu árið 1452.

Á þessum tíma var algengt að listamenn væru í læri hjá meistara. Leonardo da Vinci var engin undantekning. Hann var í læri hjá þekktum málara og myndhöggvara, Andrea del Verrocchio.

Leonardo var mjög hæfileikaríkur nemandi. Hann var svo duglegur að seinni tíma menn hafa kallað hann meistara. Forvitni hans og þörf fyrir að skilja hlutina leiddu hann inn á ýmis svið. Auk þess að vera málari var hann arkitekt, líffærafræðingur, myndhöggvari, verkfræðingur, eðlisfræðingur og stærðfræðingur.

Leonardo da Vinci lagði mikla áherslu á að rannsaka fólk. Hann var einn af þeim fyrstu sem þekkti vel til byggingar mannslíkamans. Hann aflaði sér þeirrar þekkingar með því að kryfja lík.
Áhugi fyrir sérkennum einstaklingsins einkenndi endurreisnartímabilið en svo er það skeið nefnt sem Leonardo lifði á.

Þó að Leonardo sá þekktastur fyrir málverk sín þá eru þau aðeins lítill hluti þess sem hann tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Hann gerði líka vafasamar tæknilegar tilraunir. Síðasta kvöldmáltíðin (1495-97) sem er máluð á klausturvegg í Mílanó er til dæmis næstum horfin því að hann var að gera tilraun með nýja aðferð við að undirbúa vegginn fyrir málun.

Móna Lísa er líklega frægasta andlitsmynd listasögunnar. Þetta verk hafði sérstaka þýðingu fyrir Leonardo því hann flutti það með sér hvert sem hann fór. Leonardo dó í Frakklandi og þess vegna hefur þetta fræga verk verið geymt þar.