Surrealismi 1920-1940

Súrrealismi er listastefna sem á upptök í Frakklandi í kringum 1920. Orðið súrrealismi er komið úr frönsku og þýðir óraunveruleiki.

Eitt af því sem hafði áhrif á súrrealistana voru kenningar Freuds um merkingu drauma og fullyrðing dadaistanna um að listin væri um of bundin hefðum. Súrrealistar héldu því fram að menn ættu að fá innblástur til listaverka frá undirmeðvitundinni, draumum og eðlisávísuninni en ekki frá upplifunum og reynslu.

Einn fremsti súrrealistinn var Salvador Dalí. Á myndum hans eru hlutir í auðnum og eyðilegu landslagi sem minnir á eyðimörk. Það hafði verið gert áður en súrrealistar settu þetta saman á nýstárlegan hátt. Myndefnið kemur ekki heim og saman við reynslu okkar. Dæmi um það er klukka sem hangir en það varð einkennandi fyrir súrrealismann.

Annar þekktur málari þessa tímabils var belgíski listamaðurinn Magritte. Hann málaði hversdagslega hluti í smæstu smáatriðum og bætti við hlutum úr raunveruleikanum og úr mannkynssögunni á nýjan og óvæntan hátt.