Impressjonismi 1870-1900

Í lok nítjándu aldar undi hluti franskra listamanna því ekki lengur að þurfa að mála myndir eftir ákveðnum, ströngum reglum. Þessir málarar vildu heldur mála með nýjum aðferðum.

 

Þeir fóru út í náttúruna til að mála það sem þeir skynjuðu. Þeir tóku eftir að birta og litir náttúrunnar breyttust sífellt. Þeir vildu sýna þessi áhrif náttúrunnar í myndum sínum. Þeir urðu að vinna hratt til að festa örar breytingar umhverfisins á strigann. Þeir höfðu því ekki tíma til að blanda ólíka liti. Þeir máluðu litina beint á strigann með stuttum og hröðum pensilstrokum.

 

Þessari nýju aðferð var ekki vel tekið á meðal annarra málara. Hefðbundnir málarar buðu því impressjónískum málurum ekki að sýna með sér.

 

Impressjónistarnir völdu þá að setja upp sína eigin sýningu. Á þessari sýningu stillti Claude Monet upp myndinni Impressjón: sólarupprás. Heiti hennar gaf listahópnum nafnið impressjónistar.