Abstrakt

Abstraklist er listastefna sem varð til í upphafi 20. aldar. Það að mynd er abstrakt þýðir að á henni eru engir þekkjanlegir hlutir eða verur. Málverkin eru oft máluð sterkum litum og með geómetrísk form.

Listamenn sem aðhyllast þessa stefnu vilja að litirnir og formin myndi verkið ein og sér og halda því fram verkin hafi sitt eigið listræna gildi þótt þau líktust engu sérstöku.

Rússneski listmálarinn Wassily Kandinsky er oft látinn fá heiðurinn af því að hafa málað fyrsta abstraktmálverkið árið 1910. Með litríkum samsetningum sínum reyndi hann að láta málverk sín vekja svipuð áhrif og tónlist.

Annar abstraktmálari er hollenski listamaðurinn Piet Mondrian. Hann bjó til myndir með ferhyrndum litaflötum í hreinum litum.

Síðar þróaðist þessi listastefna í átt til þess sem kallað er abstrakt expressjónismi.

Listamenn sem aðhylltust þetta listform áttu það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á frelsi og ósjálfráð vinnubrögð í listsköpun sinn.i Jackson Pollockmálaði stórar myndir með því að sletta, sprauta og hella málningunni á strigann. Þegar málað var á þennan hátt þurfti það að gerast hratt og án yfirvegunar. Þetta hefur verið kallað action painting, átakamálverk eða skyndimálun á íslensku.