Ekki fækka ferðir
í Fljótsdalinn enn,
:,:það sér á að þar búa
þrifnaðar:,:menn.
Það sér á að þeir ala
bæði gangandi og gest,
:,:förumanna flokkarnir
flykkjast þangað:,:mest.
Förumanna flokkarnir
og kerlinga krans,
:,:þó nú taki átján yfir
umferðin:,:hans.
Þó nú taki átján yfir,
ef það er satt,
:,:að þar sé komin Grýla,
sem geta öngvir:,:satt.
Að þar sé komin Grýla
gráðugri en örn,
:,:hún er sig svo vandfædd
hún vill ei nema:,:börn.
Hún er sig svo vandfædd,
hún vill ei börnin góð
:,:heldur þau, sem hafa miklar
hrinurnar og:,:hljóð.
Heldur þau, sem löt eru
á lestur og söng,
:,:þau eru henni þægilegust,
þegar hún er:,:svöng.
Þau eru henni þægilegust,
það veit eg víst,
:,:ef þau þekktu Grýlu
þau gerðu þetta:,:sízt.
Eg þekki Grýlu
og eg hef hana séð,
:,:hún er sig svo ófríð
og illileg:,:með.
Hún er sig svo ófríð
að höfuðin ber hún þrjú,
:,:þó er ekkert minna
en á miðaldra: kú.
Þó er ekkert minna,
og það segja menn,
:að hún hafi augnaráðin
í hverju:,:þrenn.
Að hún hafi augnaráðin
eldsglóðum lík,
:,:kinnabeinin kolgrá
og kjaptinn eins og:,:tík.
Kinnabeinin kolgrá
og hrútsnefið hátt,
:,:það er í átján hlykkjunum
þrútið og:,:blátt.
Það er í átján hlykkjunum,
og hárstrýið hart
:ofan fyrir kjaptinn tekur
kleprótt og : svart.
Ofan fyrir höku taka
tennurnar tvær,
:,:eyrun hanga sex saman
sitt ofan á:,:lær.
Eyrun hanga sex saman
sauðgrá á lit,
:,:hökuskeggið hæruskotið
heilfult:,:af nyt.
Hökuskeggið hæruskotið
og hendurnar þá
:,:stórar eins og kálfskrof
og kartnöglur:,: á.
Stórar eins og kálfskrof
og kolsvartar þó;
:,:nógu er hún lendabreið
og þrifleg um:,:þjó.
Nógu er hún lendabreið
og lærleggjahá,
:,:njórafætur undir
og naglkörtur:,:á.
Njórafætur undir
kolsvörtum kvið,
:,:þessir þykir grálunduð
grátbörnin:,:við.
Þessi þykir grálunduð,
gipt er hún þó,
:,:hennar bóndi Leppalúði
liggur út við:,:sjó.
Hennar bóndi Leppalúði
lúnóttur er,
:,:börnin eiga þau bæði saman,
brjósthörð og:,:þver.
Börnin eiga þau bæði saman
brjósthörð og þrá,
:,:af þeim eru Jólasveinar,
börnin þekkja:,:þá.
Af þeim eru Jólasveinar
jötnar á hæð,
:,:öll er þessi ilskuþjóðin
ungbörnum:,:skæð.
Sagt er þessi ilskuþjóðin
sé hér ekki fjær,
:,:uppi á Dal í Urðarhrauni
er þeirra:,:bær.
Uppi á dal í Urðarhrauni
fjölmenni frá,
:annað bú í Brandsöxl
bölhyskið : á.
Skortur er á börnunum
í Brandsöxlum nú,
:,:kreikar því á verganginn
kafloðin:,:frú.
Hendir úr á vergangi
höfuðbólin fyrst,
:,:henni var sagt að Víðivöllum
væri leiðin:,:styzt.
Úti stóð á Víðivöllum
yfirburðamann,
:,:glotta réð hún Grýla
og heilsaði upp á:,:hann.
Glotta réð hún Grýla
og gerði svo að tjá:
:,:Lánaðu mér barnkorn
mér liggur nú:,:á.
Lánaðu mér barnkorn,
sem leiðindin kann,
:,:mér er sagt hún Sigga litla
syngi tóninn:,:þann.
Mér er sagt hún Sigga litla
syngur og hrín;
:,:eg vil ekki plássbera
piltana:,:þín.
Jeg vil ekki plássbera
jafngóða menn,
:,:þó eg stundum heyra megi
hljóðfærin:,:tvenn.
Þó eg stundum heyra megi
hljóðfærin ný,
:,:þeir munu ei falir vera
það er nú verst í:,:því.
Þeir eru ekki þér falir,
það sagði hann,
:,:og engin heldur ungbörnin
í mínum:,:rann.
Engin þau ungbörnin,
er eg fæði hér,
:,:þú ert nokkuð drós mín
dentug:,:í þér.
Þú ert nokkuð drós mín
dentug og frökk,
:,:farðu burtu héðan
og hafðu minni:,:þökk.
Hvergi fer eg héðan
hún Grýla kvað;
:,:fleiri veit eg brekabörn
ef fara skal í:,:það.
Fleiri veit eg brekabörn,
ef við mig er átt;
:,:semdu við mig, sýslumaður,
svo eg tali:,:fátt.
Fáðu mér í samninginn
fjósamanninn þinn,
:,:hann er rétt mátulegur
munnbiti:,:minn.
Hann er svo sem mátulegur,
mér liggur á,
:,:heldur en eg opinberi
alt það eg:,:má.
Heldur en eg opinberi
alt það ég veit
:,:lofa þú mér eina ferð
um alla þessa:,:sveit.
Lofa þú mér eina ferð
í útvegur mín,
:,:þá máske eg þyrmi heldur
þeim smáu:,:þín.
Þá máske eg þyrmi heldur,
þó eg sjái tvo
:,:leika sér í leyni
og láta svo og:,:svo.
Leika þeir í leyni
svo liðlega nóg,
:,:ekki heldur kvíða þeir
þeim kerlingar:,:róg.
Ekki heldur akta þeir
þitt álygatal,
:,:fara mátt þú ferða þinna
Fljóts suður:,:dal.
Fara máttu ferða þinna
og fást ei við mig,
:,:ekki get eg séð af þeim
svona við:,:þig.
Heldur get eg séð af þeim
sauruga þjón,
:,:en að þú ólmist
sem óarga:,:ljón.
En að þú ólmist
við ungviðið mitt,
:,:fremdu nú svo friðsamlega
ferðalagið:,:þitt.
Farðu nú svo friðsamlega
ferðunum að.
:,:Sælir, sagði Grýla,
og gekk sig af:,:stað.
Sælir, sagði Grýla,
og gekk út í fjós,
:,:hvessa tók hann Bjarni
sitt hvarmanna:,:ljós.
Hvesti hann Bjarni augun
og hugsaði ei par,
:,:þar fóru ekki sögur af,
hún svelgdi hann:,:þar.
Þar fóru ekki sögur af
því flagðinu fyr
:en hún rak hausinn inn um
Hlíðarhúsa : dyr.
Inn rak hún haus einn
og inn rak hún tvo,
:,:þriðji stendur úti,
og þá mælti hún:,:svo.
Þriðji stendur úti,
þú, Gvendur minn,
:,:hér eru ei þeir hreystimenn
að þriðji þurfi:,:inn.
Hér eru ei þeir hreystimenn,
hindur né ljón,
:,:gefðu mér í bragði
hana Gunnu og hann:,:Jón.
Gefðu mér í bragði
grið, sagði hinn,
:,:læt ég koma í lausnina
lambhrútinn:,:minn.
Læturðu koma í lausnina
lambhrútinn? Hún kvað.
:,:Ekki var eg ofalin
á þessum:,:stað.
Ekki var eg ofalin
að næsta bæ.
:,:Hvað skal eg aðUrðarseli,
ekkert eg:,:fæ.
Ofan gekk hún að Urðarseli
á eyrina þá,
:,:þar sem hann Fúsi
var farinn:,:að slá.
Heill sértu Fúsi
minn fésterki vin,
:,:þú hefur nóga krakkana
að kasta mér í:,:gin.
Nóga hef eg krakkana,
komdu til mín,
:,:vittu hvort eg verð þá ekki
vobeygjan:,:þín.
Vittu hvort eg verð þá ekki
vættunum frá,
:,:sérðu ekki í orfi mínu
albeittan:,:ljá.
Eg sé í orfi þínu
afgamla spík.
:,:Hvort heldurðu, Fúsi,
eg sé fánunum:,:lík?
Hvort ætlarðu, Fúsi,
að fæla mig?
:,:Farðu að með góðu
og friðkeyptu:,:þig.
Farðu að með góðu
við ferðlúinn mann.
:,:Þarna er hann gamli Skjóni,
gefðu mér:,:hann.
Jettu hann gamla Skjóna,
gráðuga snót,
:,:viljirðu trúlofa mér
trygðum á:,:mót.
Lofa eg þér trygðum,
og lofa eg þér því,
:,:og þá var hann gamli Skjóni
gleyptur í:,:því.