Si 14 Kísill

Fróðleiksmoli:
Við framleiðslu gerviefna (plasts) er undirstaðan kolvetnissameindir.
Atómmassinn er 28,0885
Eðlismassinn er 2,33 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Ne ] 3s2 3p2
Suðumarkið er 3173 K
Bræðslumarkið er 1687 K
Uppgötvað af Jacob Berzelius í Svíþjóð árið 1824. Myndar súr og basísk oxíð
Kísill er næst algengasta frumefni jarðskorpunnar eða um 28% hennar. Kísildíoxíð (SiO2) myndar kvarssteinana sem eru litlausir á hreinu formi. Ópalar eru m.a. kvarssteinar. Kísill er nú mikið notaður sem efni í hálfleiðara sem á sinn þátt í tölvubyltingunni. Sílíköt eru efnasambönd kísils, málma og súrefnis. Þau eru notuð t.d. í glervörur, lím, postulín og glerung. Lausn af natrínsílíkati er nefnd glervatn.