Li 3 Litín

Fróðleiksmoli:
Leysir er efni sem leysir upp önnur efni. Algengasti leysirinn er vatn.
Atómmassinn er 6,941
Eðlismassinn er 0,535 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
1s2 2s1
Suðumarkið er 1615 K
Bræðslumarkið er 453,69 K
Uppgötvað af Johan August Arfwedson í Svíþjóð árið 1817. Myndar mjög basísk oxíð
Litín er léttast allra fastra frumefna. Það dregur nafn sitt af gríska orðinu liþos sem þýðir steinn. Litín myndar svart efnasamband ef það kemst í snertingu við vatn og því verður að geyma það í óvirkri olíu. Efnið hefur verið notað í málmblöndur, leirvörur, smurningu og vetnissprengjur. Einnig hefur það nýst í lyf gegn liðagigt og geðsjúkdómum. Litinhydroxíð hefur verið notað til að sía burt CO2 úr loftræstikerfi geimfara.