H 1 Vetni

H 1
Vetni

Vetni er algengasta frumefni alheimsins.
Það er t.d. annað efnanna sem vatn er byggt úr (H2O). Vetni er einfaldasta frumefnið. Það er byggt upp af einni róteind, einni rafeind og eina efnið sem ekki hefur nifteind í eðlilegri mynd. Vetni er léttasta frumefnið og var meðal annars 
notað í loftför eins og Hindenburg. Menn álíta það vera eldsneyti framtíðarinnar. Þetta efni er mikilvægt í uppbyggingu lífrænna efnasambanda.
Fróðleiksmoli:
Gabriel Fahrenheit (168 –1736) fann upp fyrsta nákvæma hitamælinn.
Atómmassinn er 1,00794
Eðlismassinn er 0,0899 g/l
Gas við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
1s1
Suðumarkið er 20,28 K
Bræðslumarkið er 14,01 K
Uppgötvað af Henry Cavendish í Englandi árið 1766. Myndar súr og basísk oxíð