Cl 17 Klór

Fróðleiksmoli:
Orðið hals merkir salt og gen merkir myndun. Halógenar eru þá saltmyndarar.
Atómmassinn er 35,4527
Eðlismassinn er 3,214 g/l
Gas við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Ne ] 3s2 3p5
Suðumarkið er 239,11 K
Bræðslumarkið er 171,6 K
Uppgötvað af Carl William Scheele í Svíþjóð árið 1774. Myndar mjög súr oxíð
Klór er algengast af halógenum. Það er mjög hvarfgjarnt. Efnið er gulleit lofttegund íhreinu formi og baneitruð. Það er oftast unnið úr matarsalti (NaCl) með rafgreiningu. Klór er mikið notað til sótthreinsunar, m.a. í sundlaugum, og sem bleikiefni í pappírsiðnaði. Þegar klór tengist vetni myndast saltsýra (HCl).