Au 79 Gull

Fróðleiksmoli:
Rafgreining felst í sundrun efnis í upplausn vegna áhrifa + og -hleðslna.
Atómmassinn er 196,9665
Eðlismassinn er 19,3 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Xe ] 4f14 5d10 6s1
Suðumarkið er 3129 K
Bræðslumarkið er 1337,33 K
Gull hefur verið þekkt frá ómunatíð. Myndar súr og basísk oxíð
Efnið finnst aðallega hreint í kvarsæðum. Gull er sá málmur sem auðveldast er að sveigja og teygja. Ef notaður væri 1 g gullmoli þá mætti toga hann í 1 km langan þráð eða fletja hann út í 1 m2 þynnu. Gull er yfirleitt blandað kopar við gerð skartgripa, vegna þess hve það eitt sér er mjúkt. Gull leiðir vel hita og rafmagn. Það er aðallega notað til skartgripagerðar, en einnig við listsköpun og peningasláttu.