Ag 47 Silfur

Fróðleiksmoli:
Óstöðugast allra samsæta, Lítíum 5 , brotnar niður á 4,4*10-22 sek.
Atómmassinn er 107,868
Eðlismassinn er 10,49 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Kr ] 4d10 5s1
Suðumarkið er 2435 K
Bræðslumarkið er 1235,93 K
Silfur hefur verið þekkt frá ómunatíð. Myndar súr og mjög basísk oxíð
Efnið er það mýksta og þjálasta, ef undan er skilið gull. Harka þess er á milli 2,5 og 2,7. Silfur er frekar óvirkt en efnasambönd sem innihalda brennistein tæra það frekar hratt. Silfur er notað í skartgripi, við myntsláttu, við ljósmyndun og í borðbúnað. Oft er það blandað öðrum málmum til að auka styrk þess. Svokallað sterling-silfur er blanda silfurs og kopars, 92,5% Ag og 7,5% Cu. Efnablöndur með silfri eru notaðar í lyf.