TÆKNI

Til eru margar aðferðir við að búa til listaverk. Þegar rætt er um þær er oftast talað um tækni.

Flestum finnst gaman að búa til myndir og myndverk hafa fylgt manninum í þúsundir ára.

Á myndinni hér til hliðar er Hellamálverk. Það er unnið með blóði, mold og alls konar litum sem finnast í jörðinni. Á steinöld notuðu veiðimenn jarðefni í mögnuð listaverk til að skreyta hellana sína.