LITAFRÆÐI

Allir litir sem við sjáum í regnboga myndast við blöndun frumlitanna.

Frumlitirnir eru gulur, rauður og blár. Þeir renna saman og mynda marga litatóna.

Regnbogar myndast þegar birta sólarinnar fer í gegnum vatnsdropa í lofthjúpnum.

Næst þegar þú sérð regnboga skaltu skoða vandlega alla litatónana sem myndast. Manstu hvenær þú sást regnboga síðast?

Gömul hjátrú segir að ósk manns rætist ef maður óskar sér undir regnboga. Ætli það sé nokkuð hægt að komast undir regnboga?