Heitir og kaldir litir

Gulir, appelsínugulir og rauðir litir eru kallaðir heitir litir. Litir sem eru á bláa og græna hluta litahringsins eru kallaðir kaldir litir.

Heita liti tengjum við eldi og sól. Kalda liti tengjum við himni, skýjum og vatni. Listamenn nota oft liti til að tjá tilfinningu. Það er hægt að nota heita liti til að tákna gleði, ást eða reiði og kalda liti til að tákna tómleika, einsemd eða sorg.

Smelltu á litahringinn til að leysa þraut.

Hver þessara mynda er nær eingöngu í heitum litum?