Myndir eru byggðar úr formum. Þegar formum er raðað á
myndflöt verður til mynd.
Allar myndir eru settar saman úr punktum, línum og flötum.
Með því að skoða formin og tengslin á milli þeirra má læra
margt um myndlist.
Myndin sem krakkarnir eru að skoða heitir Uppsalir.
Hörður Ágústsson málaði hana árið 1953.