Talað er um áferð hluta. Þegar við skoðum hluti nálægt sést áferð þeirra betur. Við snertingu getur hlutur til dæmis reynst mjúkur, hrjúfur, loðinn, sléttur eða slímugur. Þegar horft er á hann getur hann til dæmis virst kornóttur, hrufóttur eða gljáandi.
Það er hægt að búa til mynd með því að þrykkja áferð mismunandi hluta á blað. Þegar það er gert myndar áferð hlutarins munstur á blaðið.