Til þess að njóta listaverks er mikilvægt að æfa sig. Þetta á við um flesta hluti, þess vegna er sagt að æfingin skapi meistarann!
Það verður líka skemmtilegra að skoða myndir ef maður æfir sig í því.
Þegar listaverk er skoðað er hægt að skoða öll smáatriði þess, hvernig það er sett saman og um hvað það fjallar.
Það er líka hægt að nota ímyndunaraflið til að búa til sögur um það.