Ein grjóthrúga í hafinu

Bókin er einkum ætluð miðstigi grunnskóla. Efni hennar nær frá siðaskiptum til 1800 en stundum er farið fram og aftur fyrir þetta tímabil. Þema er tengsl Íslands við önnur lönd.

Hér er meðal annars fjallað um viðhorf manna til landsins á fyrri öldum, frið og ófrið á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Þá er umfjöllun um borgarsamfélög, ríki og veldi um víða veröld. Einnig siglingar, verslun, farsóttir, hjátrú og hugmyndastrauma.

Gefið er yfirlit yfir löng tímabil en einnig er staldrað við valda atburði og persónur og veitt tækifæri til innlifunar og vangaveltna.

Kennsluleiðbeiningar með spurningum og verkefnum er að finna á vef okkar.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *