Námsgagnastofnun vekur athygli á að rúmlega 600 myndbönd í hinum fjölmörgu námsgreinum eru tiltæk til útláns í alla grunnskóla. Myndböndunum ber að skila eftir 30 daga en skólar út á landi hafa 40 daga skilafrest.
Til að nálgast myndböndin er farið í afgreiðsluna í Brautarholti 6 og afhendast þau samstundis. Bíll á vegum Reykjavíkurborgar keyrir myndböndin til skóla í Reykjavík en fulltrúum frá skólum á stór Reykjavíkursvæðinu er bent á að koma í Brautarholt. Skólum úti á landi er bent á að hafa samband við skólaskrifstofur sem þeir tilheyra til að fá myndböndin send.
Frekari upplýsingar veitir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Námsgagnastofnunar en til að panta myndböndin vinsamlegast sendið tölvupóst á afgreiðsluna í Brautarholti.