Námsefnið Á músarslóð 2 er sjálfstætt framhald af Á músarslóð 1 og er ætlað nemendum í 3.- 4. bekk í grunnskóla. Námsefnið tekur mið af markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla frá 1999 í upplýsinga- og tæknimennt, einkum er varðar tæknilæsi fyrir þennan aldurshóp. Helstu markmið eru:
Nemandi
tileinki sér jákvætt viðhorf til tölva og þjálfist í að umgangast þær sem sjálfsagt verkfæri.
sé óhræddur við að þreifa sig áfram og auka við eigin þekkingu á tölvutækni
þekki helstu hluta tölvu og jaðartæki hennar og hafi tileinkað sér íslenskan orðaforða þar um
geti unnið með kennsluforrit
átti sig á hvernig lyklaborð skiptist í hægri og vinstri hluta
þekki fingrasetningu og heimalykla
geti notað sérlykla á lyklaborði
geti brotið um texta með myndum
geti vistað og náð í skjöl
hafi öðlast skilning á því hvernig tölvan vinnur
geti notað tölvu til að skrifa, teikna og prenta eigin verk
Ábendingar um notkun og verkefni með bókinni má nálgast á vef Námsgagnastofnunar undir síðunni Leit að vefefni.
Höfundur: Kolbrún Hjaltadóttir
Myndefni: Böðvar Leós
Ritstjórn: Hildigunnur Halldórsdóttir og Sylvía Guðmundsdóttir