Höfundaboð Námsgagnastofnunar 2004

Tilboð janúarmánaðar
Kennarar! Námsgagnstofnun býður skólanum ykkar að panta mikið af efni utan kvóta til kennslu.

Þrjár nýjar hljóðbækur í dönsku
Nú er hlustunarefnið með vinnubókunum Hvad siger du A, Hvad siger du B og Hvad siger du C komið á geisladiska. Efni hverrar bókar er á einum diski.

Bækurnar Spor 3 og Spor 4 eru komnar út
Bækurnar Spor 3 og Spor 4 eru ætlaðar til kennslu fyrir átta og níu ára börn í lífsleikni. Helstu markmið efnisins eru að efla tilfinningaþroska og samskiptahæfni nemenda.

Táknmálsleikir 1
Diskurinn er margmiðlunarefni ætlaður heyrnarlausum og heyrnarskertum börnum á aldrinum 4–7 ára, foreldrum þeirra og aðstandendum. Markmið með leikjunum er að örva málþroska heyrnarlausra barna og veita kennslu í táknmáli heyrnarlausra.

Glói geimvera og Lestrareyjan
Glói geimvera á Lestrareyju er nýtt kennsluforrit handa börnum sem eru að læra að lesa. Forritið er sjálfstætt framhald af forritinu Glói geimvera lærir að lesa.

Línan 8 er komin út
Æfingahefti þetta er einkum ætlað sem ítarefni með námsbókinni Eining 8. Í heftinu er megináhersla á talnaskilning og reikniaðgerðir. Efnið er einnig gefið út á vef Námsgagnastofnunar þannig að kennarar geta valið stök verkefni fyrir nemendur sína eftir því sem hentar.