Námsgagnastofnun býður nýjan starfsmann, Margréti Júlíu Rafnsdóttur, velkomna til starfa hjá stofnuninni. Hún tekur við starfi ritstjóra í náttúrufræði tímabundið af Hafdísi Finnbogadóttur. Margrét er með B.Ed. próf frá KHÍ og hefur starfað sem grunnskólakennari um árabil. Hún er með M.S. próf í umhverfisfræðum frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið tveggja ára námi í frönsku frá sama skóla svo og prófi sem leiðsögumaður. Margrét hefur unnið að ýmsum verkefnum sem tengjast náttúrufræði og umhverfismálum.
Undanfari þessarar ráðningar er sá að Ingibjörg Ásgeirsdóttir forstjóri Námsgagnastofnunar fékk árs námsleyfi frá störfum, frá 15. september sl., til að stunda MPA nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Tryggvi Jakobsson útgáfustjóri var settur forstjóri í fjarveru hennar til eins árs frá sama tíma að telja. Þá hefur Hafdís Finnbogadóttir ritstjóri tekið við starfi útgáfustjóra meðan á námsleyfi Ingibjargar stendur. Hafdís sá meðal annars um að ritstýra námsefni í náttúrufræði og mun Margrét Júlía gegna starfi hennar í þeirri námsgrein tímabundið.
Við bjóðum Margréti Júlíu hjartanlega velkomna til starfa.