Úthlutunarkvóti grunnskóla

Almennur kvóti:

Almennur kvóti hækkar um 3,1% og er sem hér segir:

1.–4. bekkur kr. 4.260 á nemanda

5.–7. bekkur kr. 6.670 á nemanda

8.–10. bekkur kr. 7.960 á nemanda

Eins og undanfarin ár er aukaúthlutun 20% til skóla með 1–50 nemendur, 10% til skóla með 51–100 nemendur og 5% til skóla með 101–150 nemendur.

Sérkvóti

Skólar með nemendur í 8.-10. bekk geta flutt af almennum kvóta yfir á sérkvóta allt að kr. 1.200 á nemanda í þeim bekkjum. Lestu meira um menntun á Íslandi.

Sérkvóta þennan geta skólar notað til að panta hjá Námsgagnastofnun námsefni sem gefið er út af öðrum aðilum. Sérkvótinn er einvörðungu ætlaður til kaupa á grunn- og valefni eða með öðrum orðum efni sem gefið er út til kennslu í grunnskólum. Þessi kvóti er ekki ætlaður til kaupa á handbókum, ýmiss konar hjálpargögnum til kennslunnar eða efni til skólasafns. Athugið að sérkvótaefni er ekki hægt að skila.

Pantanir vegna sérkvóta sem eiga að afgreiðast fyrir haustið þurfa að berast sem fyrst og eigi síðar en 30. maí nk. Afgreiðsla á pöntunum sem berast eftir þann tíma kann að dragast fram undir lok septembermánað­ar þar sem afgreiðsla á almennu úthlutunarefni hefur forgang á háanna­tíma afgreiðsludeildar, í ágúst og september. Ekki verður tekið á móti pöntunum vegna sérkvóta eftir 15. október nk.

Athugið: Upphæð úthlutunarkvóta í ársbyrjun til einstakra skóla miðast eins og áður við nemendafjölda sl. hausts. Hins vegar byggist uppgjör ársins á nemendafjölda á hausti komanda. Því ber að skoða úthlutunarupphæð á mánaðarlegu yfirliti með fyrirvara um breytingar á nemendafjölda sem kunna að verða. Í þeim tilvikum sem fyrirséð er að nemendum fjölgi eða fækki verulega á komandi skólaári eru skólastjórnendur vinsamlega hvattir til að tilkynna undir­rituðum það hið fyrsta þannig að bæði viðkomandi skóli og stofnunin hafi eins rétta mynd af stöðu skólans gagnvart kvótanum og auðið er.

Gert er ráð fyrir að öll almenn úthlutun geti farið fram samkvæmt reglum þessum. Í sérstökum tilvikum kann að vera að skólar hafi einhverja þá sérstöðu að kvóti nægi ekki. Í þeim tilvikum eru skólastjórnendur vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaðan.

Að lokum

Til þess að einfalda vinnuferlið og stytta afgreiðslutíma eru skólastjórnendur hvattir til þess að nota netið til að panta almennt úthlutunarefni stofnunarinnar. Veffang Námsgagnastofnunar er mailto:www.nams.is

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *