Upprisan og lífið

Haldið er áfram þar sem frá var horfið í Kristin fræði – Ljósi heimsins að rekja sögu Ísraelsþjóðarinnar. Tímabilið, sem hér er rætt, hefst eftir að Ísraelsríki hefur klofnað í tvö ríki, fjallað er um herleiðinguna til Babýlon, um útlegðina þar og endurreisnarstarfið eftir heimkomuna (þ.e. tímabilið frá 870 f.Kr. til fæðingar Jesú). Því næst hefjast frásögur úr Nýja testamentinu. Píslarsagan er og rakin hér. Þar næst er kaflinn Samskipti sem fjallar að mestu um mannréttindi með áherslu á réttindi barna. Aftast í bókinni eru kaflar úr kirkjusögunni, um siðbótina og Martein Lúther. Handbók kennara fylgir.