Útlaginn- DVD

Kvikmyndin Útlaginn er komin á DVD. Myndin er svar við óskum landsmanna um mynd frá miklum örlagatímum í sögu þjóðarinnar, eins og þeir hafa geymst í bókmenntum, sem ætíð hafa staðið okkar hjarta nærri. Saga Gísla er dæmigerð um siðvenjur fornaldar, hin hörðu lög hefndarinnar, ættaböndin og hetjulundina, sem menn ólu í brjósti sér og var samhljóma þeirri vitund, að vopndauðir menn einir gistu í hetjuhöll annars lífs. Aðalleikarar: Arnar Jónsson og Ragnheiður Steindórsdóttir