Frétt

Geisli 3a vinnubók

Geisli 3a vinnubók (vörunr. 5980) er því miður uppseld hjá Námsgagnastofnun. Fyrir dyrum stendur að ljúka endurskoðun Geislanámsefnisins á næsta ári og verður ný endurskoðuð útgáfa vinnubókarinnar væntanlega komin út í vor í endurskoðaðri mynd. Af þeim sökum verður eldri gerð hennnar ekki endurprentuð, því reynslan sýnir að afar lítið er spurt eftir þessu efni á fyrri helmingi árs.

Fáeinar biðpantanir liggja fyrir hjá Námsgagnastofnun, en von okkar er að þetta valdi ekki miklum óþægindum í skólum. Skólar sem kunna að liggja með ónotuð eintök vinnubókarinnar eru hvattir til að skila þeim, svo hægt verði að miðla fáeinum eintökum til þeira sem nauðsynlega þurfa á því að halda.

Skrifað 09. des. 2011.
Byggir á LiSA CMS. Eskill - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi